Edda Rún og Gljúfri frá Bergi gerðu það gott á Suðurlandsmóti yngri flokka núna um helgina, voru efst inn í A-úrslit bæði í tölti og fjórgangi og drógu sig síðan úr fjórgangsúrslitunum til að einbeita sér að töltinu, en Gljúfri hefur verið í hryssum síðan á íslandsmóti yngri flokka á Akureyri. Þau sigruðu A úrslitin með einkunina 7.11. Til hamingju Edda Rún og Gljúfri.
Our beautiful son of Orri frá Þúfu, the stallion Gljúfri frá Bergi with his rider Edda Rún, came first in Tölt young riders
Eitthvað hefur ritstíflan verið að angra okkur en nú á að gera bragarbót á því og fara að setja inn fréttir og myndir af söluhrossum. Sumarið hefur farið mjúkum höndum um okkur þrátt fyrir að mikið hafi rignt framan af, heyfengur er góður og einungis eftir að slá hánna. Hér hefur kvenkosturinn ráðið ríkjum í sumar, þrjár öflugar tamningarkonur séð um tamningarnar, þær Edda Rún, Ásta Björns og Jóna Guðbjörg Guðmunds, og hátt í 40 hross á ýmsum aldri á járnum. Um mitt sumar bættust síðan tveir nýjir starfsmenn við
Eftir langa bið er nýja heimasíðan loksins til! Til stóð að opna hana í byrjun sumars, en svo vissum við ekki fyrr en sumarið var búið; eitt besta sumar í manna minnum, svo gott að það var engan veginn hægt að hang inni yfir tölvu.
En hér erum við komin, fullt af nýjum söluhrossum, og vonandi skemmtilegum fréttum.
Finally we launch our new and improved homepage, check out our sales horses and see if you find your dream horse!
Til sölu er hin flinka Sæsdóttir Tvista frá Litla-Moshvoli. Tvista hefur gert það gott á keppnisvellinum og m.a farið yfir 7,0 í forkeppni í tölti.
Tvista er mjög meðfærileg og sjálfberandi.
Skemmtilegur vilji og eðlis fótaburður.
Tvista frá Litla-Moshvoli is a super talented 4-gaited mare ready for the track.
Tvista is easy to ride and has a loving nature. She is easy to handle and can easily be around other horses.
Tvista has very high stepping tölt and good basic gaits.
She has done quite well in competition, scoring over 7,
Gaman að sjá hve vel gengur hjá vinum okkar í Lækjarbotnum.
Eins og fram kemur á vef hestafrétta fóru sjö Lækjarbotna hross í kynbótardóm í ár og hlutu þau öll 1.verðlaun - þar á meðal var Sæssonurinn Kórall frá Lækjarbotnum sem við eigum til helminga með Guðlaugi bónda í Lækjarbotnum.
Kórall hlaut 8.50 í meðaleinkunn.
Kórall fékk til sín margar góðar merar í sumar og var fyljunarhlutfallið gott.
Nú styttist í að hann verði tekinn inn í þjálfun og stefnt er með hann í toppbaráttuna 20