Gaman þegar vel gengur!

Print
Gaman að sjá hve vel gengur hjá vinum okkar í Lækjarbotnum.
Eins og fram kemur á vef hestafrétta fóru  sjö Lækjarbotna hross í  kynbótardóm í ár og  hlutu þau öll 1.verðlaun - þar á meðal var Sæssonurinn Kórall frá Lækjarbotnum sem við eigum til helminga með Guðlaugi bónda í Lækjarbotnum.

Kórall hlaut 8.50 í meðaleinkunn.

Kórall fékk til sín margar góðar merar í sumar og var fyljunarhlutfallið gott.

Nú styttist í að hann verði tekinn inn í þjálfun og stefnt er með hann í toppbaráttuna 2012!
Share