Heimasíðan að vakna til lífsins

Print
Kóngur frá StrandarhöfðiEitthvað hefur ritstíflan verið að angra okkur en nú á að gera bragarbót á því og fara að setja inn fréttir og myndir af söluhrossum.  Sumarið hefur farið mjúkum höndum um okkur þrátt fyrir að mikið hafi rignt framan af, heyfengur er góður og einungis eftir að slá hánna.  Hér hefur kvenkosturinn ráðið ríkjum í sumar, þrjár öflugar tamningarkonur séð um tamningarnar, þær Edda Rún, Ásta Björns og Jóna Guðbjörg Guðmunds,  og hátt í 40 hross á ýmsum aldri á járnum.  Um mitt sumar bættust síðan tveir nýjir starfsmenn við þau Lisa og Stefan frá Danmörku og hyggjast þau hafa vetursetu hjá okkur. Ragnar Tómasson tekur síðan við af stelpunum þegar þær fara í skóla, enda þriggja manna maki :) Við Ragnar ætlum að leggjast yfir söluhrossin á næstu dögum og setja inn myndir og video, fullt af spennandi hrossum í boði.

In the next few days we will be posting pictures, videos and texts about the exciting saleshorses we have available this fall, 
Share