Um okkur

Print

Guðmundur Már Stefánsson & Auður Margrét Möller.

 

Guðmundur er læknir að atvinnu en jafnframt mikill áhugamaður um reksturinn á Strandarhöfði. Hans aðaláhugamál í hrossunum eru ræktunarmálin og jafnframt er hann dyggur stuðningmaður dætranna þegar á keppnisvöllin kemur. Hann hefur mjög gaman að allri vélavinnu og kann að meta góðar vélar! Auk hestamennskunnar er Guðmundur ötull veiðimaður, bæði á stöng og í skotveiði.

Auður hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. Hún sér um daglegan rekstur á Strandarhöfði. Auður er mikill áhugamaður um ræktun, bæði hrossa og kinda og finnst fátt skemmtilegra en að vera á kafi í sauðburði. Þó hún hafi mikinn áhuga á keppni hefur þátttaka hennar verið bundin við Kvennatölt, Svellkaldar konur á ís og vertaruppákomur Fáks.  Öllu líklegra er að finna hana í áhorfendabrekkunni að fylgjast með dætrunum eða í þulastúkunni.

 

Signý Ásta Guðmundsdóttir

 

Signý er elsta dóttirin á heimilinu, útskrifaðist sem læknir úr læknadeild HÍ vorið 2013.  Hún hefur brennandi áhuga á hestamennsku og þá ekki síst keppni. Fyrstu árin í læknadeildinni vann hún við tamningar á Strandarhöfði, en síðustu tvö sumur hefur hún leyst af á heilsugæslunni í héraðinu. 

Signý á tíkina Tessu sem er smalahundurinn í Strandarhöfði. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ásdís Björk Guðmundsdóttir

 

Ásdís útskrifaðist sem stúdent vorið 2007 úr Verslunarskóla Íslands.  Ásdís stundar nám í hjúkrunarfræði við HÍ og þar að auki menntaður hundasnyrtir
Ásdís hefur verið mjög virk í hestamennskunni í Strandarhöfði, bæði í keppni og við tamningar.Ásdís er menntaður hundasnyrtir og mikill áhugamaður um hunda. Hún á Golden Retriver tíkina Yrju og rakkann Húna og stefnir á ræktun.
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Edda Rún Guðmundsdóttir

Edda Rún er yngsta dóttirin á heimilinu. Hún útskrifaðist sem stúdent frá menntaskólanum við Sund vorið 2012. Hún er á leiðinni í Háskólan á Hólum haustið 2013. Edda Rún hefur verið viðriðin hestamennskuna frá því hún var pínulítil og verið iðin við þjálfun, tamningar og keppni. Segja má að Edda eyði öllum sínum frítíma í hesthúsinu og oftar en ekki kemur það í hennar hlut að sjá um hin daglegu störf. Edda hefur verið að temja á Strandarhöfði síðustu sumur  netfang:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.